Frá árinu 2003 hefur verið starfrækt svonefnt pysjueftirlit í Vestmannaeyjum. Árin á undan höfðu verið óvenju fáar pysjur að fljúga í bæinn og áhugi var fyrir því að skoða þessa þróun nánar. Markmið pysjueftirlitsins er að meta ástand og fjölda þeirra pysja sem lenda í bænum ár hvert.